Leyfa mætti meiri þorskveiðar

Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í dag tekið ákvörðun um leyfilegan heildarafla á næsta fiskveiðiári, 2008-2009.

 Þorskaflinn verður hinn sami og á yfirstandandi fiskveiðiári, eða 130 þúsund tonn. Er það í samræmi við ákvörðun í fyrra sem byggðist á aflareglu sem samþykkt var í ríkisstjórninni þann 6. júlí á síðasta ári.  Er þar gert ráð fyrir að á fiskveiðiárinu 2008/2009  muni leyfilegur þorskafli miðast við 20% afla úr viðmiðunarstofni, en þó þannig að tekið verði tillit til sveiflujöfnunar samkvæmt aflareglu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Leyfilegur heildarafli í þorski verði þó ekki undir 130 þúsund tonnum á því fiskveiðiári.

 

Hvað aðrar tegundir áhrærir eru breytingar ekki miklar. Aflamark í ýsu og ufsa lækkar, en þó ekki jafn mikið og Hafrannsóknastofnunin leggur til, í ljósi sterkrar stöðu þessara stofna. Þá er aflamark lækkað í karfa um 7 þúsund tonn.

Um lítils háttar aukningu er að ræða í aflamarki steinbíts, humars  og skötusels, en aflamark all margra tegunda breytist ekki á milli ára. Aflamark í síld er um 20 þúsund tonnum meira en Hafrannsóknastofnunin leggur til, líkt og í fyrra. Staða síldarstofnsins er sterk og útbreiðslusvæði síldarinnar meira en áður. Gert er ráð fyrir að í haust  fari fram frekari mæling á síldarstofninum.

LÍÚ taldi,að  leyfa hefði átt að veiða minna af ýsu.Ég tel hins vegar,að það hefði átt að veiða meira af þorski en ráðherra leyfir. Er þar sammmála Guðjóni Arnari formanni Frjálskyndra.Sjómenn og skipstjórar eru sammmála um að mjög mikið sé af þorski í sjónum og því óhætt að veiða meira af þorski en gert er. Það er búið að skera þorskveiðar of mikið niður út um land og það hefur farið illa með sjávarbyggðirnar. það þarf að rétta þær við á ný.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Þorskkvótinn 130 þúsund tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við styrkjum ekki þorskstofninn með því að kreista ungviðin upp í svelti. Það hafa að miklum líkindum átt sér stað eðlisbreytingar með offjölgun smáfisks í baráttu um átuna. Afleiðingin er kynþroski þorsks sem ekki hefur náð eðlilegum þroska.

Ráðgjöf Hafró hefur mistekist í fjórðung aldar og það ætti að duga til þess að skipta þar um stjórn tafarlaust.

Að horfast í augu við eigin mistök og skipta um kúrs hefur ekkert með vísindalega þrætupólitík að gera. Þar er um að ræða skapgerðareinkenni.

Árni Gunnarsson, 1.7.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband