Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Sjálfstæðisflokkurinn með 33%,Samfylking með 30%
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar sjöunda mánuðinn í röð. Í þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að fylgi ríkisstjórnarinnar mældist tæplega 80% í upphafi kjörtímabilsins en hefur minnkað jafnt og þétt það sem af er ári. Fylgi mælist nú 52% en var í maí um 55%. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna hefur hins vegar fallið úr um 70% í 63%.
Í fréttum Rúv kom fram að fylgi flokkanna breytist lítið miðað við síðasta Þjóðarpúls Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er með 33% fylgi og Samfylkingin með 30%. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9% fylgi og stuðningur við Frjálslynda flokkinn mælist 4%. Stuðningur við Vinstri græna mælist nú 20%.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist eiga í erfiðleikum með að rétta sig við eftir fylgislægð í skoðanakönnunum.Samfylkingin mælist yfiir kjörfylgi í síðustu kosningum en með svipað fylgi og í kosningunum 2003 en þá fékk Samfylkingin 31%.Ég er að hissa,að Samfylkingin skuli þó fá þetta fylgi í skoðanakönnunum miðað við frammistöðu flokksins í málefnum aldraðra og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.