Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Ekki unnt að segja upp EES samningnum
Ögmundur Jónasson þingflokksformaður VG hefur sagt,að Ísland ætti að ganga úr EES. Ofbýður honum,að EES samningurinn ætli að hindra,að Ísland geti notað íbúðarlánasjóð að vild. Ragnar Arnalds leggst hins vegar gegn úrsögn úr EES og segir,að ef Ísland gengi úr EES mundi þess verða krafist ,að Ísland gengi í ESB.
Ekki kemur til greina að ganga úr EES. Ef Ísland gerði það mundi það missa allar tollaívilnanir,sem það nýtur í dag fyrir sjávarafurðir sínar hjá ESB.Við getum ekki snúið klukkunni til baka í þessu efni.EES samningurinn hefur reynst okkur vel.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.