Vill inn í ESB

Það er kominn tími til að undirbúa aðild að Evrópusambandinu. Nú er það brýnna en nokkru sinni fyrr eins og staðan er í efnahagsmálum. Þetta segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara gera upp þessi mál fyrr en síðar.

Það er stærsta verkefni íslenskra stjórnvalda að leiða til lykta framtíðarfyrirkomulag peningamála og Evrópumála segir Björgvin. Það eina sem tefji stjórnvöld á Íslandi sé pólitískur vilji; atvinnulífið og verkalýðssamtök hafi hvatt til þess að þessi séu mál séu skoðuð vandlega.

Þessi yfirlýsing viðskiptaráðherra hefur farið misjafnlega í þingmenn Sjálfstæðisfliokksins. Birgir Ármannsson gagnrýndi yfirlýsinguna harðlega.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Er það frétt að Björgvin nafni þinn vilji í Evrópusambandið?

Hjörtur J. Guðmundsson, 2.7.2008 kl. 19:32

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þetta er alveg hárrétt athugasemd á viðskiptaráðherra, þar sem augljóst er að næstu kosningar munu að stóru leyti snúast um ESB aðild. Til þess að ná markmiði sínu að koma landinu inn í ESB, þarf Samfylkingin annaðhvort að snú Sjálfstæðisflokknum í afstöðu sinni eða snú 50% sjálfstæðismanna til þess að kjósa Samfylkinguna í einum alþingiskosningur til að koma landinu inn í ESB.

Hægri kratar innan Sjálfstæðisflokksins munu hins vegar aldrei styðja Samfylkinguna í alþingiskosningum, ef þeir eiga á hættu að fá vinstristjórn í kjölfarið. Ef hætta er á vinstristjórn flykkja sér sjálfstæðismenn sér í kringum sinn gamla flokk. Sjálfstæðismenn, sem hlynntir eru ESB aðild og trúa á félagslegt markaðskerfi og upplifa gott og "stabílt" ríkisstjórnarsamstarf með frjálslyndum og umbótasinnuðum Samfylkingarmönnum, eru mun líklegri til þess að snú baki við Sjálfstæðisflokknum í næstu kosningum, af því að þeir eru ekki sáttir við stefnu flokksins í Evrópumálum. Sveigist Samfylkingin núna til vinstri er engin hætta á að þetta gerist; sveigist hún hinsvegar til vinstri er engin leið að hægri kratar innan Sjálfstæðisflokksins styðji flokkinn í næstu kosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir að flokkurinn gæti klofnað og til yrði nýr hófsamur hægri flokkur, sem væri virkjanasinnaður, stóriðjusinnaður, umbótasinnaður í samgöngumálum (lestar, vetni o.s.frv.), velviljaður viðskiptalífinu og bönkunum og síðast en ekki síst hlynntur ESB aðild.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.7.2008 kl. 20:09

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Guðbjörn, það er ekki hægt að skilja þessi skrif þín öðruvísi en svo að þú viljir sjá Sjálfstæðisflokkinn klofna sem óneitanlega er athyglisvert.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.7.2008 kl. 11:10

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég held að vinstrimenn séu að yfirfæra sína sammvinnu/ósammvinnu í gegnum árinn og áratuginn yfir á aðra.

síðan að reyna að búa til sjálfstæðisflokk sem er hlynntur esb.

en kannski ættu menn bara að opna augun eitt augnablik. ESB er ekki að fara að hleypa neinum inn á næstunni. ef menn hafa ekki tekið eftir því þá eru þeir svo blindir á trúnna að þeir myndu selja ömmu sína fyrir skrifstofustól í Brussel. 

Fannar frá Rifi, 4.7.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband