Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Lykilkstarfsmenn REI segja upp
Fjórir starfsmenn, þar af þrír af fjórum framkvæmdastjórum, hafa sagt upp hjá Reykjavík Energy Invest (REI) en þeir starfa áfram hjá fyrirtækinu um sinn þar sem ekki hefur verið gengið frá starfslokum við þá, að sögn Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa og stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ástæða uppsagnanna sú að starfsmennirnir eru orðnir þreyttir á samstöðuleysi allra borgarfulltrúa um framtíð verkefna REI.
Kjartan Magnússon segir að níu starfsmenn vinni hjá REI hérlendis. Hann bendir á að REI sé deild innan OR og uppsagnirnar hafi ekki veruleg áhrif á starfsemina. Verkefnin séu í góðum farvegi auk þess sem vinnan fari að miklu leyti fram hérlendis og sé að sumu leyti unnin af starfsmönnum OR. Það er tiltölulega auðvelt að koma verkefnum áfram til þeirra, segir Kjartan.(mbl.is)
Það er ekkert óeðlilegt við það þó lykilstarfsmenn REI segir upp. Þeir eru orðnir langþreyttir á stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins í málefnum REI. Allt frá því meirihluti íhalds og framsóknar sprakk hefur verið deilt um REI málið og fulltrúar íhaldsins í borgarstjórn þóttust ekki vilja að REI væri að vinna að útrásarverkefnum. Síðar breyttu þeir afstöðu sinni.Þessir lykilstarfsmenn,sem sagt hafa upp,hafa allir mjög mikla reynslu,sem þeir geta nýtt á erlendum vettvangi.
Björgvin Guðmundsson
Fjórir segja upp hjá REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.