Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Hefur Samfylkingin svikið Fagra Ísland
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sat fyrir svörum í Kastljósi í gærkveldi. Þar var hún spurð spjörunum úr um Fagra Ísland og spurt hvort Fagra Ísland hefði verið marklaust plagg. Í því sambandi var einkum bent á viljayfirlýsingu þá,sem Össur iðnaðaráðherra skrifaði undir um álver við Bakka og skóflustungu þá,sem Björgvin viðskiptaráðherra tók fyrir álveri í Helguvík. Var spurt hvernig þetta samrýmdist Fagra Íslandi. Þórunn varðist vasklega og stóð sig vel. Hún sagði,að unnið væri eftir Fagra Íslandi og t.d. hefði verið stöðvað með öllu að taka óröskuð svæði til vinnslu.Ekki mætti virkja á nýjum svæðum fyrr en búið væri að kortleggja hvar mætti virkja og hvar ekki. Engin ný vinnsluleyfi hefðu verið gefin út á óröskuðum svæðum.Mörg metnaðarfull umhverfismál væru til meðferðar,svo sem Vatnajökulsþjóðgarðurinn og áætlanir í loftslagsmálum. Hins vegar hefðu álver við Bakka og í Helguvík verið í pípunum,þegar núverandi ríkisstjórn kom til valda og ekki væri unnt að stöðva þau.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.