Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Er stjórnin að springa?
Í gær birtust slúðurfregnir frá Bretlandi um að ríkisstjórnin væri að springa.Í því sambandi hafði Guðmundur Magnússson bloggari eftir ónafngreindum Samfylkingarmönnum að mikil ólga væri í Samfylkingunni.Ég sagði,að ég tæki ekki mikið mark á þessum sögum. En að vísu segir máltækið: Sjaldan lýgur almannarómur. Sagan segir,að ólgan sé m.a. vegna "ágreinings" um efnahagsmálin. Samfylkingunni þyki Sjálfstæðisflokkurinn ekki taka nógu rösklega til hendinni í þeim málum.Vissulega reynir á stjórnarsamstarfið,þegar erfiðleikar steðja að og nú eru alvarlegir erfiðleikar í efnahagsmálum.Þetta leiðir hugann að því hvers vegna Samfylkingin fór yfirleitt í þessa ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin ætlaði að mynda ríkisstjórn gegn Sjálfstæðisflokknum en lenti svo upp í hjá íhaldinu.Samfylkingin gat ekki farið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að fá fram einhver verulega mikivæg stefnumál jafnaðarmanna.Þessi mál hafa ekki náðst fram enn.Það veltur á þessum málum hvort ríkisstjórnin stendur eða fellur.Ýmsir af gamla skólanum halda,að málefnin skipti engu máli.Foringjarnir ráði þessu en það er liðin tíð. Ef málefnin eru ekki í lagi fellur stjórnin.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.