Kjaraskerðing útlendinga hér allt að 30%

Útlendingar sem starfa hér á landi, og senda meginhluta launa sinna til fjölskyldunnar í heimalandi sínu, hafa orðið fyrir umtalverðri launaskerðingu vegna veikingar krónunnar að undanförnu.

Skerðingin nemur allt að 30% frá áramótum, reiknað í evrum. Um áramótin kostaði evran 90 krónur. Í dag kostar hún um 125 krónur.

Til útskýringar má taka eftirfarandi tilbúið dæmi: Útlendingur sem hér starfar hefur 150 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði, þegar skattar og gjöld hafa verið greidd. Hann notar 50 þúsund krónur til framfærslu hér. Kaupmáttarrýrnun hefur verið 4% síðustu 12 mánuði, svo þessi hluti hefur rýrnað um tvö þúsund krónur að raungildi. Maðurinn sendir jafnvirði 100 þúsund króna til fjölskyldu sinnar í heimalandinu. Hann skiptir íslenskum krónum í evrur, eins og er langalgengast. Skerðingin frá áramótum er tæplega 30% eða 30 þúsund krónur. Laun viðkomandi hafa því skerst um 32 þúsund krónur frá áramótum.(mbl.is)

Nokkuð mun um það ,að útlendingar hafi farið til síns heima vegna kjaraskerðingarinnar hér.Á það einkum við  um Pólverja,þar eð atvinnuástand er nú mikið betra í Póllandi en var áður.Það er eðlilegt,að  erlent verkafólk hverfi nú sem mest á brott þar eð atvinna hér fer nú minnkandi.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Kjaraskerðingin allt að 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband