Enga leynilögreglu hér

Ráðagerðir eru nú upp um það  hjá ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðherra að koma á fót eins konar leynilögreglu og leyniþjónustu.Er rekinn áróður fyrir því,að ríkislögreglustjóri fái heimild til þess að rannsaka einstaklinga,sem enginn grunur liggur fyrir um nein afbrot  hjá.Rökin  fyrir því að lögreglan fái slíkar heimildir eru þau,að þá sé unnt að koma í veg fyrir undirbúning og framkvæmd hryðjuverka.Lúðvík Bergvinsson,formaður þingflokks Samfylkingarinnar,hefur  gagnrýnt þessar ráðagerðir harðlega og algerlega snúist gegn þeim.Ég tek undir með  Lúðvík. Við þurfum enga leynilögreglu eða leynisþjónustu á Íslandi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stofnun íslenskrar öryggislögreglu hef lítið með það að gera hvort njósnað sé um saklausa Íslendinga. Almennt brjóstvit hlýtur að segja okkur það að hér séu þegar reknar deildir á vegum nokkurra sendiráða sem stunda njósnir, sem og eflaust sjálfstætt starfandi menn á vegum erlendra leyniþjónusta og glæpasamtaka.

Á meðan lítil geta er til gagnnjósna er ekki hægt að sporna við þessu.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband