Sjávarútvegsráðherra hundsar álit Mannréttindanefndar Sþ.

 Vinnuhópurinn hefur ekki verið stofnaður enn, en ég hef rætt þetta við formenn stjórnarflokkanna, segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í svari við spurningu um framhald á störfum vegna álits mannréttindanefndar SÞ um fiskveiðistjórnkerfið. Einar segir að hann og formennirnir ætli að finna tíma – „vonandi fljótlega“ – til að móta stefnu um þennan starfshóp, og komi ýmsar leiðir til álita. Sjávarútvegsráðherra sendi mannréttindanefndinni viðbrögð sín og íslenskra stjórnvalda við áliti hennar rétt fyrir 11. júní þegar hálfs árs frestur til þess rann út, og var stofnun vinnuhóps helsti kjarninn í svarinu.

Þessar upplýsingar ráðherrans leiða glögglega í ljós,að honum er enginn alvara  með það að bregðast á réttan hátt við áliti Mannréttindanefndar Sþ. Hann sagði í svari til Mannréttindanefndarinnar,að stofnaður yrði starfshópur til þess að fjalla um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu en nú kemur í ljós,að þessi starfshópur hefur ekki einu sinni verið stofnaður."Hann og formennirnir  ætli að finna tíma til að móta stefnu um þennan starfshóp"! Þetta minnir á vopnahlésviðræður á árum áður,þegar aðalágreiningurinn var um það hvernig fundarborðið ætti að vera í laginu.Það er engin alvara í þessu máli hjá  sjávarútvegsráðherra  og spurning hvort næg alvara er í þessu hjá formönnum

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband