Anna Kristinsdóttir ráðin mannréttindastjóri borgarinnar

Ráðgjafanefnd á vegum borgarinnar hefur lagt til að Anna Kristinsdóttir verði næsti mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar eftir því sem segir í tilkynningu.

Sú tillaga verður lögð fyrir á næsta fundi borgarráðs. Anna Kristinsdóttir er stjórnmálafræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Hún var í hópi 23 manna sem sóttu um starfið og voru sex þeirra boðaðir í viðtöl.

„Það er samdóma álit nefndarinnar sem fór yfir umsóknir og tók viðtölin að Anna Kristinsdóttir fullnægi best þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt auglýsingu um starf mannréttindastjóra," segir í tilkynningu borgarinnar.

„Þar kemur enn fremur fram Anna hefur aflað sér víðtækrar reynslu og þekkingar á sviði jafnréttis- og mannréttindamála, bæði sem borgarfulltrúi í Reykjavík og sem þátttakandi í frjálsum félagasamtökum. Hún sat í jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar árin 1998 - 2002, í Jafnréttisráði frá 2004 - 2007 og í Svæðisráði málefna fatlaðra í Reykjavík frá 2003.

Anna hefur á undanförnum árum starfað með frjálsum félagasamtökum þar sem mannréttindi hafa skipað stóran sess, meðal annars verið í Landsstjórn/Framkvæmdaráði Þroskahjálpar frá 2001 og formaður foreldrasamtaka fatlaðra frá 2001-2004.

Hún á að baki stjórnunarreynslu, meðal annars sem skrifstofustjóri. Hún stýrði og var formaður Íþrótta- og tómstundaráðs árin 2002 - 2006, formaður Framkvæmdaráðs frá 2005 - 2006 og formaður hinna ýmsu nefnda á vegum Reykjavíkurborgar svo sem Bláfjallanefndar, Þjóðhátíðarnefndar og Afreksmannasjóðs Reykjavíkur.

Eftir að hún lauk störfum sem borgarfulltrúi, tók hún að sér verkefnastjórn Alþjóðaleika ungmenna árin 2006 - 2007. Hún hefur auk þess gegnt fjölda trúnaðarstarfa, svo sem í Áfengis- og vímuvarnarráði frá 2004, í stjórn Félagsbústaða 2006 - 2007, í landsstjórn Neytendasamtakanna frá 2002 - 2004, í stjórn Heimilis og skóla frá 2006 - 2008, í stjórn Evrópusamtakanna frá 2007 og verið formaður íbúasamtaka Bústaðahverfis frá 2007," segir enn fremur í tilkynningu borgarinnar.

Ég tel það vel ráðið  að ráða Önni Kristinsdóttur sem mannaréttindastjóra borgarinnar.Hún hefur mikla reynslu sem fyrrverandi borgarfulltrúi og góða menntun,sem hentar vél í starfið auk þess sem hún hefur aflað sér víðtækrar þekkingar a sviði jafnréttis-og mannréttindamála.Hún er vel að starfinu komin.

 

Björgvin Guðmundsson





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband