Paul Ramses kærir ríkið

Katrín Theodórsdóttir, lögfræðingur Paul Ramses, hyggst skila inn kæru til dómsmálaráðuneytisins í fyrramálið vegna meðferðarinnar á Paul Ramses.

"Já, þetta verður kært. Ég mun skila inn kærunni til dómsmálaráðuneytisins í fyrramálið. Þá er málið komið til háttvirts Björns Bjarnasonar og fær meðferð þar."

Katrín segist kæra ákvörðun dómsmálaráðherra að vísa Paul Ramses úr landi á þeim forsendum að þar hafi verið brotin lög.

"...bæði íslensk lög og mannúðarlög. Þetta brýtur í bága við stjórnsýslulög, barnalög, lög um mannréttindarsáttmála og ýmislegt annað," segir Katrín.

Ég fagna því,að brottvísun Paul skuli kærð. Lögfræðingur hans hefur mörg veigamikil rök í málinu.Þegar   þau bætast við mannúðarsjónarmið virðist Paul hafa sterka stöðu.Ég tel að flytja eigi hann aftur til Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson

 





 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Vonum og biðjum.

Heidi Strand, 8.7.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband