Þriðjudagur, 8. júlí 2008
Einkaheimilislæknastöðvar í uppsiglingu
Samninganefnd heilbrigðisráðherra (SHBR) og samninganefnd Læknafélags Íslands hafa gert samning um þjónustu heimilislækna á læknastofum utan heilsugæslustöðva. Þetta er rammasamningur til fimm ára. Á grundvelli hans er stefnt að útboði á rekstri læknastofu þriggja til fimm heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu síðar á árinu.
Samningurinn á sér langan aðdraganda, samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu, en meginmarkmið hans er að efla heilsugæslu og heimilislækningar sem undirstöðu heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Með samningnum er ætlunin að bæta aðgengi sjúklinga að grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, en einnig að gera stjórnvöldum og veitendum þjónustunnar kleift að bregðast skjótar en áður við breyttum aðstæðum og nýjum áherslum, samkvæmt tilkynningu.
Þannig er samningnum ætlað að bæta þá þjónustu sem í boði er á hverjum tíma, auka svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma og auðvelda útfærslu heilbrigðisþjónustunnar eins og henta þykir hverju sinni. Með því að efla grunnþjónustuna er jafnframt leitast við að styrkja stöðu þeirra sem sérhæfa sig í heimilislækningum."
.
Sambærilegar kröfur munu gerðar til læknastöðva og lækna sem vinna eftir þessum samningi og gerðar eru í hinu opinbera heilsugæslukerfi. Miðað er við að sjúklingar velji lækni og að hann geti stöðvað skráningu sjúklinga á sig þegar þeir verða 1.500. Réttur sjúklings til að skipta um lækni er að öðru leyti tryggður. Þeir eiga að geta leitað til síns læknis með komu á stöð, í gegnum síma eða með tölvupósti og fengið viðunandi úrlausn samdægurs.(mbl.is)
Ekki er ég mjög hrifinn af þessuim samningi. Ég tel mikilvægara að tryggja að alltaf séu til reiðu heimilislæknar á heilsug.stöðvum en oft er misbrestur á því.Sagt er,að gjald verði hið sama á þessum nýjum stöðvum og þeim eldri en hætt er við því að það breytist fljótlega..
Björgvin Guðmundsson
Samið við heimilislækna um rekstur læknastofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.