Hvað þýddi Fagra Ísland?

Nokkuð hefur verið rætt um Fagra Ísland,stefnu  Samfylkingarinnar í umhverfis-og stóriðjumálum,m.a. vegna greinar Ellerts B.Schram,alþingismanns,þar sem hann kemur með sína túlkun á málinu.Þess vegna er rétt að rifja upp hvað Fagra Íslands þýðir og hvað fólst í þeirri stefnu Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar.Fagra Ísland þýðir   eftirfarandi í stóriðjumálum:

Samfylkingin vill slá ákvörðunum um frekari  stóriðjuframkvæmdir á frest þangað til fyrir liggur nauðsynleg  heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð.

Þetta er vel skýrt.Kjósendur eru engir bjánar. Þeir vita hvað Samfylkingin lagði fram fyrir kosningar í umhverfismálum.  og stóriðjumálum.Annað mál er hvað um samdist,þegar ríkisstjórnin var mynduð.Ef Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki fallast á fagra Ísland er best að segja kjósendum það.Alþingismenn  Samfylkingarinnar eiga að segja kjósendum  hvað samdist um við stjórnarmyndun en ekki að búa til nýja túlkun á fagra Íslandi.Það virðist hafa verið svo í mörgum málum,að Samfylkingin hafi orðið að slá af stefnumálum sínum til þess að komast í ríkisstjórn.Samfylkingin og þingmenn hennar verða að hafa kjark til þess að viðurkenna að þeir hafi slegið af stefnumálum til þess að komast í stjórn. Slíkt er algengt við stjórnarmyndanir.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband