Tollbindingar á ísl. búvörum lækka um 66-75%

Tollbindingar á helstu landbúnaðarvörum Íslands lækka um 66-75 prósent og heimildir til framleiðsluhvetjandi innanlandsstuðnings um 52,5%, nái langt komin samningsdrög aðildarríkja Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um verslun með landbúnaðarafurðir fram að ganga.

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, segir samtökin hafa áhyggjur af drögunum, þau geti ekki þýtt annað „en að það þurfi að koma til frekari endurskoðun á því umhverfi sem landbúnaðurinn er í“.

„Það er ekki þannig að þetta komi flatt upp á okkur [...] Bændur og stjórnvöld hafa undanfarin ár verið að vinna í samningum, með vitneskju um hvað stefndi í.

Hluti af þessum stuðningi sem þarna er verið að tala um að draga saman er í formi tollverndar [...] Við bíðum eftir samtali við stjórnvöld um hvernig þetta verður útfært. Á þessari stundu tel ég að það verði mjólkurafurðir sem þetta snerti fyrst og fremst.“ (mbl.is)

Það hefur lengi verið stefnt að  lækkun og afnámi tolla á landbúnaðarvörum hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni.Þess  vegna þurfa framangreindar ráðagerðir ekki að koma á óvart. Íslendingar þurfa að búa sig undir aukna samkeppni landbúnaðarvara sinna og þeir eiga að geta staðist hana þar eð íslenskar landbúnaaðarvörur eru hágæðavara.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Tollar lækki um 66-75%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband