600 millj. kr. fyrir Laugaveg 4 og 6!

Húsin á Laugavegi 4 og 6 verða endurbyggð í upprunalegri mynd. Á bak við þau rís verslunar- og þjónustu húsnæði, verði nýtt deiliskipulag samþykkt. Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur hefur auglýst tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðirnar við Laugaveg 4 og 6.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir að tillagan marki tímamót í umræðunni um Laugaveginn. Hún feli í sér verndun á húsunum sem þarna eru, að götumyndinni sé viðhaldið og öfluga og mikilvæga uppbyggingu fyrir verslun og þjónustu á Laugaveginum.

Hanna Birna segir að borgin ætli að selja húsin; aldrei hafi staðið til að eiga húsin til frambúðar. Reykjavíkurborg keypti húsin við Laugaveg 4 og 6 fyrir rúmar sexhundruð miljónir fyrr á þessu ári. Nú ætlar borgin að leggja út í dýrar framkvæmdir við uppbyggingu. Hanna Birna segir að endanlegur kostnaður vegna kaupanna og uppbyggingarinnar liggi ekki fyrir.

Kaup borgarinnar á húsum og lóðum við Laugaveg 4 ög 6 eru að mínu mati fáránleg. Þetta var ákveðið í flaustri að kröfu Ólafs F. Magnússonar og ekkert athugað áður hvað hús í miðbænum þyrfti að vernda eða kaupa.Borgin hefur greitt 600 milj. kr. fyrir húsin og lóðirnar.Þetta er algert bruðl.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband