Bættur hagur lífeyrisþega á vinnumarkaði

Bættur hagur lífeyrisþega er leiðarljósið við breytingar á lögum um almannatryggingar.

Fyrsti áfangi breytinganna kom til framkvæmda 1. apríl sl., annar áfangi tekur gildi 1. júlí

og þriðji áfangi 1. janúar 2009.Þannig auglýsir Tryggingastofnun ríkisins.Þessi auglýsing er villandi. Réttara væri að segja: Bættur hagur lífeyrisþega á vinnumarkaði er leiðaljósið.

Það er nefnilega ekki verið að bæta hag allra lífeyrisþega. Það er fyrst og fremst verið að bæta hag þeirra sem eru á vinnumarkaðnum.En auk þess er hætt að skerða bætur vegna tekna maka. Þeir,sem ekki eru á vinnumarkaði og ekki eiga maka fá ekki neitt!

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband