Dagur: Kostnaður við Laugaveg 4 og 6 1000-1100 millj.

Í borgarráði í dag var samþykkt að auglýsa nýtt skipulag á Laugavegi 4 og 6 eftir hálfs árs undirbúning. Órökstuddar fullyrðingar um að kostnaðar borgarinnar vegna verkefnisins verði um 200 milljónir króna þegar upp verður staðið hafa verið settar fram í fjölmiðlum, segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

„Gögn málsins bera hins vegar með sér að heildarfjárútlát Reykjavíkurborgar vegna verkefnisins verði á bilinu 1.000 - 1.100 milljónir króna.

Miðað við að gott verð fáist fyrir eignirnar (miðað við gott ástand á markaði) geta fengist allt að 520 milljónir fyrir þær. Því er ljóst að fórnarkostnaður Reykjavíkurborgar verður ekki undir hálfum milljarði króna, samkvæmt upplýsingum frá Degi.

Þessar tölur Dags leiða í ljós,að kaupin  á  Laugaveg 4 og 6 eru til marks um sukk og spillingu núverandi meirihluta borgarstjórnar.það var látið undan dintum Ólafs F. til þess að mynda nýjan meirihluta með bolabrögðum og ekkert hugsað um það hvað þetta sukk myndi kosta.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Dagur: Kostnaður mun meiri en haldið er fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband