Föstudagur, 11. júlí 2008
Hættir Björk að styðja ríkisstjórnina?
Björk Vilhelmsdóttir,borgarfulltrúi,sagði á mótmælafundi vegna Paul Ramses,að hún mundi hætta að styðja ríkisstjórnina,ef afgreiðslu á máli Paul yrði ekki snúið við.Þetta er svipuð afstaða og Guðrún Helgadóttir tók í Gervasoni málinu en þá hótaði hún að hætta að styðja stjórn Gunnars Thoroddsen,ef hann léti mál Gervasoni ekki til sín taka. Björk sagðist viss um að ríkisstjórnin mundi leysa mál Paul Ramses á fullnægjandi hátt og að þess vegna mundi hún ekki þurfa að hætta að styðja stjórnina. En er það nú víst?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.