Föstudagur, 11. júlí 2008
Hraða þarf borunum eftir gufuafli
Össur Skarphéðinsson segir að ákvörðun sín um að láta Gjástykki í umhverfismat eigi ekki að koma bæjarstjóranum á Akureyri á óvart. Gagnrýni hans sé á misskilningi byggð. Bæjarstjórinn og aðrir sem hafi tjáð sig um málið geri sér ekki grein fyrir því að stefna sveitarfélagsins sé sú að Gjástykki verði aftast í framkvæmdaröð virkjana. Ef ekki verði þörf á orku þaðan, verði ekki virkjað. Þessi ákvörðun leiði því ekki til tafa ef Skipulagsstofnun leyfi framkvæmdir á annað borð.
Össur segir að menn fyrir norðan óttist greinilega að þeir hafi ekki næga orku ef ráðist verði í stóriðju. Þeir ættu þó heldur að beina spjótum sínum að Landsvirkjun og spyrja afhverju fyrirtækið hafi ekki hraðað borunum í Þeistareykjum, þar sé meiri orka en menn hafi átt von á.
Hann segir það sína skoðun að Landsvirkjun hafi farið sér of hægt þar og undrast ennfremur hversu seint gangi að hefja djúpboranir en þar séu fólgnir mestu möguleikar landsins í orkuöflun til framtíðar.
Þá segist hann telja að það eigi að byggja upp flutningskerfið milli Húsavíkur og Kárahnjúka. Við Kárahnjúka séu 90 megavött til reiðu umfram það sem gert var ráð fyrir.
Og Össur segir að áhugi Landsvirkjunar hafi greinilega beinst í aðrar áttir. Fyrirtækið hafi lagt of mikið kapp á að afla orku fyrir álver á suðvesturhorninu en hefði þess í stað átt að einhenda sér í að afla orku fyrir norðausturhornið.(mbl.is)
Ég tek undir með Össuri í þessu efni. Landsvirkjun þarf að auka boranir eftir gufuafli sem mest og þar á meðal að hraða djúpborunum.Ég tel eins og ég hefi sagt áður,að gufuaflsvirkjanir eigi að hafa forgang umfram vatnsaflsvirkjanirþ
Björgvin Guðmundsson
Össur skammar Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.