Laugardagur, 12. júlí 2008
Félag ísl. stórkaupmanna vill könnunarviðræður við ESB
Félag íslenskra stórkaupmanna lýsir miklum áhyggjum af því ástandi sem skapast hefur í efnahagslífi Íslands og krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda strax. Þetta kemur fram í opnu bréfi samtakanna til Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra, sem birt er sem auglýsing í Morgunblaðinu í dag.
Í bréfinu segir m.a. stjórn samtakanna styðji áskorun efnahagsnefndar FÍS til ríkisstjórnar Íslands um að hún beiti sér fyrir því að hafnar verði aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Þá segir að þótt skoðanir séu skiptar á meðal félagsmanna um aðild að Evrópusambandinu telji stjórn þess rétt að hefja könnunarviðræður til að fá fram hvaða valkostum þjóðin standi frammi fyrir varðandi hugsanlega inngöngu í sambandið. (mbl.is)
Þetta er athygliavert bréf FÍS til leiðtoga stjórnarflokkanna.Stórkaupmenn eru ákveðnir og vilja aðgerðir strax. Þeir vilja hefja könnunarviðræður að ESB.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað er sannur sósíaldemókrat að slá upp slíkri frétt af vegvilltum stórkaupmönnum? Eru þeir nú orðnir vegvísarnir?
Við ættum að senda alla hina eindregnustu meðal þeirra, sem handgengnir eru ESB, beina leið til Brussel og banna þeim endurkomu.
Jón Valur Jensson, 12.7.2008 kl. 23:33
Eitt sinn var ég félagi í FÍS og studdi þá heilshugar stefnu félagsins. Ég seldi mitt félag á s.l. ári og þar með datt ég
út sem félagsmaður þarna. Mikið er ég feginn núna, önnur eins rugl auglýsing nú hefur varla birtst frá þeim og er algjörlega
gegn skoðuunum margra félagsmanna.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.