Landspítalinn skuldar 900 millj.

Gjaldfallnar skuldir Landspítalans við birgja eru nú á bilinu 800 til 900 milljónir króna en flestar eru skuldirnar við lyfjafyrirtæki. Björn Zoega, settur forstjóri spítalans, segir að ástæðu þess að spítalinn hafi ekki getað greitt skuldirnar m.a. vera þá að aðrar heilbrigðisstofnanir hafi ekki greitt spítalanum fyrir þjónustu sem hann hafi veitt þeim. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins.(mbl.is)

Niðurskurðarstefna hefur mörg undanfarin ár verið rekin við rekstur LSH.Allar deildir hafa verið settar í spennitreyju. Þær hafa ekki fengið nauðsynlegt fjármagn til reksturs.Menn hafa því orðið að bjarga sér,.m.a með því að taka út lyf og lækningavörur út á krít.Þú segir ekki við lækna og hjúkrunarfólk: Þið fáið ekki meiri lyf eða lækningavörur. Peningarnir eru búnir.Það hefur verið rekin sjálfsblekkingarstefna.Menn hafa talið sér trú um að þeir gætu rekið spítalanna fyrir minni peninga en  mögulegt er. Þess  vegna safnast upp skuldir. Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband