Sunnudagur, 13. júlí 2008
Ekkert orðið ódýrara að versla á Spáni
Fólk,sem hefur verið að fara til Spánar og annarra sólarlanda segir sínar farir ekki sléttar.Gjaldeyririnn hefur stórhækkað í verði vegna falls krónunnar og þegar það kemur út krossbregður því við það hvað allt er orðið dýrt.Í stuttu máli sagt er ekkert orðið ódýrara að versla á Spáni en á Íslandi.Það eina,sem enn er´ ódýrara er bjórinn,sagði einn Spánarfarinn. Ef menn vilja fara til Spánar eða annarra ´sólarlanda er best,að menn átti sig á því strax,að það borgar sig ekki lengur að kaupa neitt fatakyns.Það er sama verð á því og hér og flestar matvörur eru einnig orðnar eins dýrar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ekkert skrítið við þetta í raun, þar sem stefnt er að því að verðlag verði svipað á öllu evru svæðinu. Það sem kemur manni á óvart er ef verðlagið er orðið svipað á öllu og hér heima og á Spáni.
Auðsjáanlega hafa verslanir þá ekki hleypt allri gengishækkuninni út í verðlagið. Er það af góðmennsku einni saman? Ég held ekki. Ég hef frekar trú á að álagningin og okrið hafi verið svo mikið að verslunin í landinu hafi hreinlega getað tekið á sig 50% af gengisfallinu og sé samt að stórgræða.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.7.2008 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.