Lífskjörin rýrna mikið.Það kreppir að hjá eldra fólki

Íslenska krónan hefur fallið um 30% frá áramótum.Þetta þýðir að kjarabætur þær ,sem verkalýðsfélögin sömdu um í feb. sl. eru allar farnar eða að fara  út í veður og vind. Það verður ekkert eftir þegar upp er staðið nema kjaraskerðing. Aldraðrir og öryrkjar fengu ekki einu sinni sömu kjarabætur og þeir lægst launuðu.Núverandi ríkisstjórn tók upp verri stefnu gagnvart þessum  hópum en sú fyrri og ákvað að láta aldraða og öryrkja fá minni kjarabætur en láglaunafólk. Forsætisráðherra sagði á alþingi,að það sem gert hefði verið í því efni 2006 hefði aðeins gilt þá en ætti ekki að  gilda núna.Jóhanna Sigurðardóttir leiðrétti ekki það ranglæti. Aldraðir fengu 9,4%  hækkun á lifeyri,þegar láglaunafólk fékk 18% hækkun.Því var lofað,að einhver leiðrétting kæmi 1.júlí en hún er ekki komin enn 13.júlí.Af þessum sökum er staðan sú,að  lífeyrir aldraðra hefur lækkað sem hlutfall af lágmarkslaunum á 1,ári ríkisstjórnarinnar. Hlutfallið var 100% í fyrra en í dag er lífeyrir aldraðra 93,74 % af lágmarkslaunum. Þetta er ótrúlegt.

Allir kjarasamningar verða í uppnámi strax eftir áramót.Verðalýðsfélögin munu reyna að sækja þær kjarabætur sem hafðar hafa verið af þeim   með gengislækkun. Það verður mikil barátta.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband