Mánudagur, 14. júlí 2008
Mótmælir kvótakerfinu og mannréttindabrotum
Ásmundur Jóhannsson hefur gert aflamarkslausan bát sinn út til veiða frá Sandgerði síðan 18. júní síðastliðinn. Fyrir viku svipti Fiskistofa hann veiðileyfi sínu. Þrátt fyrir þetta hyggst Ásmundur halda uppteknum hætti.
Eyþór Björnsson, forstöðumaður veiðieftirlitssviðs Fiskistofu, segir að fari menn fram úr veiðiheimildum fái þeir viðvörun áður en til sviptingar veiðileyfis kemur. Oftast er þetta þannig að menn leiðrétta sig áður en þeir eru sviptir, segir Eyþór, þá fá menn veiðileyfið til baka og málið er dautt.
Næstu skref hjá veiðieftirlitssviðinu eru að ganga úr skugga um hvort Ásmundur hafi gerst sekur um veiðar án þess að hafa til þess veiðileyfi. Sé það raunin á Ásmundur yfir höfði sér kæru fyrir brot gegn lögum um stjórn fiskveiða.
Leiðrétting er Ásmundi ekki ofarlega í huga en með veiðum sínum vill hann mótmæla kvótakerfinu. Kerfið segir hann ólöglegt með öllu. Hann segist munu halda veiðum sínum áfram þar til stjórnvöld grípi í taumana. Hann muni ekki hika við að fara með mál sitt fyrir Hæstarétt og alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu ef með þarf. Þetta er náttúrlega brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, þetta er skerðing á atvinnufrelsi og þetta er sennilega bara hreinn og klár þjófnaður, segir Ásmundur.(mbl.is)
Ég tek ofan fyrir Ásmundi.Hann mórmælie mesta ranglæti Íslandssögunnar,kvótakerfinu,sem Mannréttindanefnd Sþ. hefur nú dæmt mannréttindabrot.
Björgvin Guðmundsson
Mótmælir kvótakerfinu með veiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála, Hattur minn ofan fyrir honum líka.
Þetta er jú mál sem öll þjóðin á að standa saman um að mótmæla.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 11:44
Fyrr eða síðar munu varðhunda kerfisins bresta þolinmæðina og þá verðum við að vera tilbúnir til að styðja Ásmund.
Sigurður Þórðarson, 14.7.2008 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.