Verð á hráolíu fellur

Verð á hráolíu féll um átta dollara á tunnu í kjölfar ummæla Ben Bernanke seðlabankastjóra um versnandi horfur í efnahagslífinu. Þetta er fyrsta lækkun á olíuverði í viku. Olíutunnan fór undir 141 dollara í framvirkum samningum og S&P vísitalan hrundi í sitt lægsta gildi síðan 2005.(mbl.is)

Fróðlegt verður að  sjá hvernig verð á bensíni og dieselolíu þróast í kjölfarið.Skyldu íslensku oliufélögin  lækka verð á eldsneyti,þegar heimsmarkaðsverð lækkar. DV setur fram þá kröfu,að olíufélögin verði tekin til rannsóknar vegna verðlagningar sinnar á olíuvörum.

 

Björgvin Guðmundsson 

 


mbl.is Hráolíuverð hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björnsson

Ef allt væri eðlilegt þá verður bensínlíterinn búinn að lækka um 5 krónur þegar við vöknum á morgun.

Því miður er þessi heimur sem við búum í langt frá því að vera eðlilegur.

Ólafur Björnsson, 15.7.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband