Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Fiskimenn í ESB fá 75 milljarða kr. í aukastyrk
Fiskimenn í ríkjum Evrópusambandsins fá sjötíu og fimm milljarða króna aukastyrk vegna ýmissa rekstrarerfiðleika að undanförnu meðal annars vegna síhækkandi eldsneytisverðs. Fiskimenn hafa látið mikið til sín taka að undanförnu vegna versnandi lífskjara.
Þeir hafa meðal annars efnt til mótmæla vegna hæEvrópusambandið ákvað í gær að veita greininni aukastyrk upp á 600 milljónir evra, jafnvirði 75 milljarða króna. Á móti þurfa fiskimenn að taka til í eigin ranni. Þeir eiga að leita leiða til að minnka vægi eldsneytis í heildarkostnaði við útgerðina, auka verðmæti afurðanna og draga úr afköstum, einkum með því að úrelda fiskiskip. Þá er gert ráð fyrir að fiskimenn fái beingreiðslur úr sjóðum Evrópusambandsins fyrir að hætta veiðum í þrjá mánuði á ári kkandi eldsneytisverðs og bent á að díselolían hefur hækkað um 240% frá árinu 2002 og svarar verð hennar nú til 60% af rekstrarkostnaði hvers togara í ESB ríkjunum. Þá hefur smásöluverð á fiski farið lækkandi að undanförnu að þeirra sögn.
að því tilskildu að þeir noti tímann til að endurskipuleggja reksturinn. Geri þeir það ekki þurfa þeir að skila fénu.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að íhuga að breyta reglum sínum um hámarksupphæð ríkisstyrkja til útgerða. Leyfilegt hámark er um þessar mundir 30.000 evrur á þremur árum á hvert fyrirtæki, jafnvirði tæplega fjögurra milljóna króna. Framkvæmdastjórnin segir að til greina komi að sá styrkur verði miðaður við hvert fiskiskip. Heildarupphæðin fari þó ekki yfir hundrað þúsund evrur á hverja útgerð. Framkvæmdastjórnin segir að ekki komi til greina að verða við kröfunni um að ESB greiði niður díselolíu á fiskiskipin. Það myndi ekkert hjálpa til við að bæta úr undirliggjandi vanda í greininni og vera ólöglegt að auki.
Þessar styrkveitingar ESB til fiskimanna eru athyglisverðar. Landbúnaður hefur alltaf notið mikilla styrkja en auk þess hefur fiskiskipaflotinn og útgerðin oft notið mikilla styrkja. Sjávarútvegur á Íslandi nýtur hins vegar engra styrjkja.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.