Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Fjölgað í starfsliði Íslands hjá ESB
Stefnt er að því að fjölga íslenskum starfsmönnum hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og fylgja þannig eftir tillögu Evrópunefndar forsætisráðherra. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að tillögur þessa efnis væru til skoðunar í utanríkisráðuneytinu.
Útvarpið segir, að íslenskum stjórnvöldum hafi í nokkurn tíma staðið til boða að senda sérfræðing til starfa á skrifstofu framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála en ekki nýtt sér það. Kostnaður við að senda starfsmenn út fellur að mestu leyti á Ísland þar á meðal launakostnaður.
Það er skynsamlegt að fjölga í starfsliði Íslands hjá ESB. Það kemur sér vel vegna aðildar okkar að EES og það yrði góður undirbúningur fyrir inngöngu okkar í ESB.
Björgvin Guðmundsson
Íslenskum starfsmönnum fjölgað í Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.