Óvíst um samruna SPRON og Kaupþings

Hluthafar í SPRON eru samkvæmt heimildum margir hverjir óánægðir með það verð sem þeir fá fyrir bréf sín, verði samruni SPRON og Kaupþings banka að veruleika.

„Ég held að það sé almenn óánægja með þetta verð,“ segir Gunnar Þór Gíslason, hlutahafi og fyrrverandi stjórnarmaður í SPRON. Þá þyki ekki góður kostur að fá greitt að 60% hluta með bréfum í Exista. „En svo er spurning hvort óánægjan sé nægilega mikil til að hluthafar hafni samrunanum.“ Samruninn er háður samþykki hluthafundar sem halda á í ágúst.

 

Samkvæmt samrunaáætlun, sem stjórnir SPRON og Kaupþings hafa samþykkt, verða greiddar sem nemur 3,83 krónum fyrir hvern hlut í SPRON, sem er markaðsvirði 30. júní 2008 að viðbættu 15% álagi.

 

Hluthafi nokkur segist óánægður með að ekki hafi verið miðað við markaðsvirði bréfanna áður en upplýst var um samrunaviðræðurnar sem sagt var frá í lok apríl. Síðan hefur gengi bréfa í SPRON lækkað úr 5 í 3,1.

Hluthafarnir frá greitt að 60% hluta með bréfum í Exista og að 40% hluta með bréfum í Kaup(mþingi.

(mbl.is)Mikil óánægja er meðal hluthafa með verðið á hlutabréfunum og að hluthafar eigi að fá greitt að 60% hluta í  bréfum í Exista.Telja margir óvíst,að samruninn verði samþykktur.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Hafna hluthafar SPRON samrunanum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband