Íslendingur syndir yfir Ermarsund

Fögnuður ríkti meðal sundfélaga Benedikts Hjartarsonar þegar í ljós 
kom að honum hefði tekist fyrstum Íslendinga  að synda yfir Ermarsundið. Félagarnir höfðu safnast saman yfir tölvunni í vesturbæ Kópavogs í gærkvöldi til að fylgjast með Benedikt síðustu kílómetrana. Benedikt hefur æft sund með Görpum í Breiðabliki til að ná góðri 
tækni í sjósundi.

Benedikt náði undir miðnættið því takmarki sínu að synda yfir Ermarsund. Benedikt tók land austan við Cap Gris-Nez Frakklandsmegin  klukkan 23:36 að íslenskum tíma og hafði þá synt 60 km vegalengd og verið á sundi í 16 klukkustundir og 1 mínútu. (mbl.is)

Þetta er mikið  afrek,sem Benedikt Hjartarson hefur hér unnið. Það er mikið erfiðara að synda yfir Ermarsund en að sunda sömu fjarlægð hér,t.d. frá Reykjavík upp á Akranes. Eyjólfur Jónsson sundkappi reyndi við Ermarsund. en  tókst  ekki þó hann væri búinn að synda sömu fjarlægð  hér víða,t.d. upp á Akranes.Eyjólfur þoldi ekki straumana og varð sjóveikur.Annar sundkappi hefur reynt við Ermarsu nd undanfarið en ekki tekist,þ.e.Benedikt Lafleur.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Sundfélagar fagna Ermarsundshetju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband