Eru aldraðir og öryrkjar afgangshópar hjá ríkisstjórninni?

Meðan ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sátu við völd hér um 12 ára skeið  var tekið til þess hvað afstaða stjórnvalda var neikvæð  til aldraðra og öryrkja. Það þurfti  þá  að sækja sjálfsagðar og lögbundnar kjarabætur til dómstólanna.Þegar Samfylkingin kom í ríkisstjórn í stað Framsóknar var talið að afstaðan mundi breytast. Nú yrði afstaða stjórnvalda til  aldraðra og öryrkja jákvæð. En því miður. Afstaðan hefur ekki breytst  mikið. Afstaða stjórnvalda er enn neikvæð. Það er enn verið að láta einhverja mola falla til aldraðra og öryrkja og síðan hrópa stjórnvöld upp hvað þau séu góð við þessa þjóðfélagshópa.Mér finnst það jafnvel verra,að stjórnvöld skuli berja sér á brjóst og segja að þau geri vel við þessa þjóðfélagshópa þegar það er í skötulíki sem gert er og hvergi nærri það sem  lofað var fyrir kosningar.Það er komið í ljós,að  aldraðir og örykjar eru afgangshópar hjá þessari ríkisstjórn. Fyrst  er leyst úr öðrum málum og síðan að lokum og að síðustu kemur röðin  að öldruðum og öryrkjum,ef einhverjir fjármunir eru þá eftir.Þegar spurt er hvers vegna lífeyrir aldraðra hafi ekki verið hækkaður strax eftir kosningar er sagt: Þetta er nú bara fyrsta,ár kjörtímabilsins.Það er nú aldrei venja að gera mikið fyrsta árið!

Björgvin   Guðmundsson

 

 

 

 

j


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er rétt hjá þér að þessir hópar eru afgangs eins og útigangsfólk og sjúklingar. Íslensk ríki vill bara unga hrausta þegna.

Það er löngu ákveðið, alla vegana hjá Sjálfstæðisflokknum.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.7.2008 kl. 10:05

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Björgvin.Ég tek undir hvert orð sem þú ritar hér.Ég hef fylgst með skrifum þínum og er þakklátur fyrir þau og ég á marga vini,á sama aldri sem gera slíkt hið sama.Þú stendur vaktina vel og átt miklar þakkir skildar frá ellilíeyrisþegum fyrir .Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 18.7.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband