Föstudagur, 18. júlí 2008
Geir Haarde fær efnahagsráðgjafa
Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur, hagfræðingur, hefur verið ráðinn tímabundið til forsætisráðuneytisins til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum, einkum á sviði peninga- og fjármálamarkaðar. Tryggvi hefur að undanförnu verið forstjóri fjármálafyrirtækisins Askar Capital en hefur fengið leyfi frá störfum í sex mánaði.(mbl.is)
Þetta er skynsamleg ráðstöfun hjá Geir. Það er svo mikið í húfi í efnahagsmálum þjóðarinnar um þessar mundir,að nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld að hafa aðgang að fyrsta flokks efnahagsráðgjöfum. Vissulega eru mjög færir sérfræðingar í efnahagsmálum,bæði í fjármálaráðuneytinu og Seðlabankanum en það er mikill fengur að því ei að siður fyrir forsætisráðherrann að hafa efnahagssérfræðing sér við hlið sem hann getiur ráðgast við daglega.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Geir fær efnahagsráðgjafa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Enn sú uppgjöf og glapræði Askar Capital var einni Íslenski bankinn sem keypti
Bandaríska skuldabréfavafninga afskrifaði 2,1 milljarði króna
vegna þess.
SJÁ http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/02/18/tap_a_rekstri_askar_captital/
SK (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 16:43
Þetta eru , að mér finnst, þær jákvæðustu fréttir úr efnahags og peningamálageiranum , sem fram hafa komið frá því fór að halla undan hjá okkur.
Mikil þekking og reynsla hjá Tryggva Þór Herbertssyni.
Sævar Helgason, 18.7.2008 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.