Föstudagur, 18. júlí 2008
Geir Haarde fær efnahagsráðgjafa
Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur, hagfræðingur, hefur verið ráðinn tímabundið til forsætisráðuneytisins til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum, einkum á sviði peninga- og fjármálamarkaðar. Tryggvi hefur að undanförnu verið forstjóri fjármálafyrirtækisins Askar Capital en hefur fengið leyfi frá störfum í sex mánaði.(mbl.is)
Þetta er skynsamleg ráðstöfun hjá Geir. Það er svo mikið í húfi í efnahagsmálum þjóðarinnar um þessar mundir,að nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld að hafa aðgang að fyrsta flokks efnahagsráðgjöfum. Vissulega eru mjög færir sérfræðingar í efnahagsmálum,bæði í fjármálaráðuneytinu og Seðlabankanum en það er mikill fengur að því ei að siður fyrir forsætisráðherrann að hafa efnahagssérfræðing sér við hlið sem hann getiur ráðgast við daglega.
Björgvin Guðmundsson
Geir fær efnahagsráðgjafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Enn sú uppgjöf og glapræði Askar Capital var einni Íslenski bankinn sem keypti
Bandaríska skuldabréfavafninga afskrifaði 2,1 milljarði króna
vegna þess.
SJÁ http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/02/18/tap_a_rekstri_askar_captital/
SK (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 16:43
Þetta eru , að mér finnst, þær jákvæðustu fréttir úr efnahags og peningamálageiranum , sem fram hafa komið frá því fór að halla undan hjá okkur.
Mikil þekking og reynsla hjá Tryggva Þór Herbertssyni.
Sævar Helgason, 18.7.2008 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.