Laugardagur, 19. júlí 2008
Atvinnumótmælendur stöðvuðu vinnu við Helguvík
Fjörutíu einstaklingar frá meira en tíu löndum, stöðvuðu vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminium í Helguvík snemma í morgun.
Í tilkynningu frá Saving Iceland, alþjóðlegum hópi umhverfisverndarsinna, segir að hluti hópsins hafi læst sig við vinnuvélar og aðrir klifruðu krana.
Aðgerðinni sé ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka, að því er fram kemur í tilkynningu.
(mbl.is)
Ekki er unnt að mæla slíkum aðgerðum sem þessum bót hvaða skoðun svo sem menn hafa á stóriðju. Hér virðast vera að verki atvinnumótmælendur og ungt fólk,sem finnst skemmtilegt að fara til Íslands til þess að mótmæla. Fólkið lítur á þetta sem sport. Erlendu mótmælendurnir ættu að mótmæla heima hjá sér.
Björgvin Guðmundsson
Stöðvuðu vinnu í Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er auðvitað vel hægt að mæla slíkum aðgerðum bót, alveg á sama hátt og beinum aðgerðum annarra sem hafa barist fyrir mannréttindum. Ég bendi á að bæði Nelson Mandela og Ghandi beittu borgaralegri óhlýðni.
Ef þú vilt rök fyrir því hversvegna þetta er nógu stórt mál til að ástæða sé til beinna aðgerða, þá geturðu dundað þér við að lesa þennan pistil og heimildirnar sem vísað er í; http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/595036/
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.