Verðbólgan 14% í ágúst

Verðbólga nær hámarki í ágúst og verður þá rúm 14% gangi spá greiningardeildar Landsbankans eftir. Greiningardeildin telur að það eigi eftir að draga hratt úr verðhækkunum í haust. Þá verði gengi krónunnar orðið stöðugra. Greiningardeildin telur jafnframt að yfir árið mælist verðbólga 12% en telur að stærsti hluti þeirrar hækkunar sé þegar kominn fram.

Ég hygg,að þessi spá LÍ. sé varfærin. Mér kæmi ekki á óvart þó verðbolgan yrði eitthvað meiri. Bensínverðið er t.d. enn að hækka og gengið er enn að lækka nú síðast í morgun.En vonandi rætist það að verðbólgan nái hámark  í ágúst.Forsendur kjarasamninga eru hins vegar brostnar hvort sem verðbólgan er 12 eða 14%.Það verður því óróí á vinnumarkaðnum strax upp úr áramótum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband