Einn milljarður til fatlaðra

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs fatlaðra um úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2008. Alls voru til úthlutunar 1.032 millj. kr. en stærstum hluta þess fjár verður varið til að byggja upp búsetuúrræði fyrir fatlaða.

Veittar voru 595 millj. í verkefnið Straumhvörf, átaksverkefni um að efla þjónustu við geðfatlaða. Fer mestur hluti þessa fjár til að bæta úr og byggja upp búsetuúrræði.

Tæplega 200 millj. kr. verður varið í búsetuúrræði fyrir aðra hópa fatlaða og til að bæta aðstöðuna. Verður ýmist um það að ræða, að keypt verði nýtt húsnæði eða annað eldra endurbætt en að auki rennur féð til kaupa á nauðsynlegum búnaði og hjálpartækjum. 60 millj. kr, munu fara í að byggja upp húsnæði fyrir skammtímavistun fatlaðra og 10 millj. kr. fara til íþróttamála fatlaðra.(mbl.is)

Það er ánægjulegt,að  ríkisstjórnin skuli láta framangreinda fjárhæð af hendi rakna til fatlaðra.Ástandið í málefnum fatlaðra hefur verið slæmt og  mikil þörf á því að bæta búsetuúrræði þeirra og annað aðbúnað.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is 800 millj. til að bæta búsetuúrræði fyrir fatlaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband