Miðvikudagur, 23. júlí 2008
Verðmerkingum er ábótavant
Neytendastofa gerði í júní athugun á ástandi verðmerkinga í 37 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu. Var verðmerkingum í hillum og borðum ábótavant hjá 6 bakaríum og í kælum hjá 13 bakaríum.
Neytendastofa sendi skriflegar athugasemdir til 13 bakaría þar sem verðmerkingum var ábótavant og þeim bakaríum gefinn frestur til að koma verðmerkingum í samt lag. Að þeim fresti loknum verður ástand verðmerkinga kannað á ný og gripið til aðgerða telji stofnunin þess þörf.
Neytendastofa hyggst halda verðmerkingaeftirliti sínu áfram og gera skoðun á ástandi verðmerkinga hjá fleiri verslunum.(mbl.is)
Nauðsynlegt er að herða mjög eftirlit með verðmerkingum.Þeim er víða ábótavant í matvöruverslunum.Auk þess þyrfti að setja reglur eða herða reglur um merkingar á nýjum ávöxtum. Ekki er unnt að sjá aldur þeirra þar eð engar merkingar eru um framleiðsludag eða síðasta söludag.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Gera athugasemdir við verðmerkingar í bakaríum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.