Seinagangur við byggingu hjúkrunarrýma. Lýsislóð auð í 3 ár

Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að byggja 30 rýma hjúkrunaheimili þar í bæ í stað þess að reisa 90 rýma hjúkrunarheimili í samstarfi við Reykjavíkurborg og ríkið á Lýsislóðinni. Bæjarstjórinn segir ástæðuna vera seinagang í samstarfi og breyttar áherslur í ráðuneytum.

 

Um tvöhundurð manns á höfuðborgarsvæðinu bíða eftir hjúkrunarrýmum. Þörfin er mest í vesturborginni.

Til stóð að hefja framkvæmdir við byggingu 90 rýma hjúkrunarheimilis á Lýsislóðinni um áramót en um var að ræða samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar, Reykjavíkurborgar og ríkisins. Nú hefur lóðin hefur staðið auð í tæp þrjú ár.

Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi segir það vera vegna þess að heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið hafi dregið málið á langinn. Auk þess hafi afstaða ríkisins til byggingu hjúkrunarrýma breyst.

Seltjarnarnesbær hyggst nú reisa heimili með þrjátíu hjúkrunarrýmum fyrir bæjarbúa

Ríkisstjórnin hét því að hraða byggingu 400 hjúkrunarýma en seinagangur við byggingu hjúkrunarrýma á Lýsislóð auðveldar ekki efndir á því fyrirheiti.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband