Miðvikudagur, 23. júlí 2008
Olíuverð við Mexicoflóa hefur lækkað um 14% á 10 dögum
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað um rúmlega 4 dollara eftir að í ljós kom að hitabeltisstormurinn Dolly fer framhjá helstu olíuvinnslusvæðunum á Mexíkóflóa. Olíuverð hefur þar með lækkað um ríflega 14% síðustu tíu daga. Hæst fór verðið föstudaginn 11. júlí þegar hver tunna af hráolíu kostaði yfir 147 dollara.
Um miðjan dag í dag kostaði tunna af hráolíu tæplega 127 dollara á markaði í New York. Tunna af Norðursjávarolíu kostaði tveimur dollurum meira í Lundúnum.
Verð á bensíni og olíuvörum hér hefur hvergi nærri lækkað eins mikið og verð á olíuvörum erlendis. Rannsaka þarf verðlagningu olíufélaganna og ef hún reynist óeðlileg á að setja verðlagningu þeirra undir hámarksverð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.