Afnema verður sérréttindi ráðherra og þingmanna til eftirlauna

Vinna við breytingar á á lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra hefst í lok sumars að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. Formenn allra þingflokka munu funda um málið að loknum sumarleyfum.

Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarflokkanna er gert ráð fyrir því að hin umdeildu eftirlaunalög verði tekin til endurskoðunar. Lögin voru samþykkt árið 2003 en þau tryggja æðstu embættismönnum landsins betri lífeyriskjör en almenningur býr við.

Samfylkingin boðaði breytingar á þessum lögum fyrir síðust alþingiskosningar. Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði á síðasta ári fram frumvarp til breytingar á lögunum en frumvarpið sat hins vegar fast í allsherjarnefnd.

Í vor náðist svo samkomulag milli formanna stjórnmálaflokkanna um að semja nýtt frumvarp í sumar sem leggja á fram þegar þing kemur saman í haust.

Að sögn Ingibjargar er forsætisráðherra með málið til meðferðar. Gerir hún ráð fyrir því að það verði boðað til fundar með formönnum flokkanna núna um leið og fólk kemur úr sumarleyfum en ekki er búið að vinna frumvarpið sjálft.

Nokkuð mikill seinagangur er á þessu máli.Það átti að vinna við málið í sumar en ekkert er farið að gera enn. Nýtt frumvarp um eftilaunamálið verður að afnema það  misrétti sem nú ríkir í eftirlaunamálum. Tvenns konar eftirlaun gilda í landinu: Eftirlaun fyrir ráðherra og aðra æðstu embættismenn landsins og þingmenn annars vegar og  almenning hins vegar.Ráðherrar og þingmrnn hafa skammtað sér sérstök efirlaun,langt ofan við það sem gildir fyrir aðra.En almenningur sætir mun lakari eftirlaunum. Þetta er ólíðandi og sennilega brot á stjórnarskránni,þar eð hún kveður á um jafnrétti þegnanna.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband