Miðvikudagur, 23. júlí 2008
Launavíitalan hækkaði um 1,2% frá fyrra mánuði
Launavísitala í júní 2008 er 346,2 stig og hækkaði um 1,2% frá fyrri mánuði.
Í hækkun launavísitölunnar gætir áhrifa samkomulags aðildarfélaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) við samninganefnd ríkisins um breytingar og framlengingu á fyrri kjarasamningum aðila. Samkvæmt samkomulaginu var samið um 20.300 króna launahækkun frá 1. maí 2008.
Í vísitölunni gætir einnig áhrifa nýgerðs kjarasamnings Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga sem kvað meðal annars á um 25.000 króna hækkun þann 1. júní 2008.
Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5%.
Launamenn,sem gert hafa nýja samninga,hafa ýmist fengið 18000 kr. hækkun á mánuði,203ö0 eins og BSRB eða 25000 eins og grunnskólakennarar. En eldri borgarar fengu aðeins 9 þús. kr. hækkun á mánuði.Kjörum þeirra var haldið niðri.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kjör eldri borgara taka sennilega mið af sauðavísitölu. Ég er hvorki að tala illa um sauðfé né eldri borgara.
Bestu kveðjur
Þóra, 23.7.2008 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.