Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Gleymir Ísland mannréttindunum?
Í stjórnarsáttmálanum stendur,að mannréttindi sé nýr hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands.Það er fallegst markmið. Mannréttindanefnd Sþ. úrskurðaði,að kvótakerfið íslenska væri brot á mannréttindum.Sjávarútvegsráðherra svaraði nefndinni og sagði,að kvótakerfið yrði endurskoðað og gaf í skyn,að sniðnir yrðu þeir vankantar af kerfinu ,sem hefðu mannréttindabrót í för með sér.Ekkert hefur verið gert í því máli enn. Ísland getur ekki boðað að mannréttindi verði í hávegum höfð ef haldið er áfram að brjóta mannréttindi með framkvæmd kvótakerfisins.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fyrirgefðu, hvenær hefur eða hafa íslendingar haft mannréttind í hávegum? Mér er spurn. Með beztu kveðju.
Bumba, 24.7.2008 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.