Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Mikil fækkun nýskráninga ökutækja
Nýskráning ökutækja á Íslandi dróst verulega saman eftir 17. mars í vor en þann dag lækkaði gengi krónunnar um 8,12%. Fram að 17. mars hafði heildaraukning nýskráninga á árinu verið 26,1% meiri en á sama tíma í fyrra. Frá þeim degi til 18. júlí s.l. fækkað nýskráningum hinsvegar um 34,5% að meðaltali.
Umferðarstofa segir, að segja megi að 17. mars sé upphafstími mikils samdráttar í nýskráningu ökutækja á þessu ári.
Óvænt aukning varð í nýskráningu ökutækja í maí. Umferðarstofa segir að skýringin á þessu sé fyrst og fremst nýskráning mikils fjölda bílaleigubíla sem margar hverjar voru á þessum tíma að endurnýja bílaflota sinn.
Fækkun nýskráninga um 34,5% er ekki óeðlileg miðað við samdrátt þann,sem átt hefur sér stað.Það er samdráttur í lífskjörum vegna mikillar gengislækkunar og eldneytishækkunar.Fólk ætti að fara að losa sig við eitthvað af jeppunum.Margir hafa ekkert við jeppa að gera en hafa keypt þá,þar eð nágranninn eða vinurinn hefur keypt jeppa.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson.
Nýskráning ökutækja hrundi eftir gengisfall krónunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.