Lífeyrir aldraðra ekki leiðréttur um eina krónu enn

Fyrir alþingiskosningarnar sl. ár sagði Samfylkingin,að hún vildi leiðrétta lífeyri aldraðra þar eð hann hefði dregist aftur úr  launum annarra hópa í þjóðfélaginu.Samfylkingin sagðist vilja leiðrétta þetta misrétti.Í dag 14 mánuðum eftir valdatöku Samfylkingarinnar hefur lífeyrir aldraðra enn ekki verið leiðréttur um eina krónu.Lífeyrir aldraðra hefur dregist aftur úr launum og nemur nú 93,74% af lágmarkslaunum en nam 100% af þeim sl. ár.Það hefur því miðað aftur á bak en ekki áfram.

Aðeins kjör þeirra eldri borgara,sem eru á vinnumarkaði hafa verið bætt,þar eð dregið hefur úr tekjutengingum og hætt er að skerða bætur vegna tekna maka. En ekkert hefur verið hugsað um þá,sem ekki eru á vinnumarkaði og ekki eiga maka.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband