Góða veðrið í Reykjavík var kærkomið

Hitinn í Reykjavík í dag hefur farið upp í 22 gráður og þar með er dagurinn sá hlýjasti á höfuðborgarsvæðinu í ár. Sunnan- og vestanlands hafa menn heldur ekki farið varhluta af hlýindunum og fór hitinn kl. 15 upp í 23 stig á Þingvöllum og við Hjarðarland í Biskupstungum.

Haraldur Eiríksson á Veðurstofu Íslands sagði ástæðu hitans vera þá að lægð væri fyrir sunnan landið og háþrýstisvæði yfir Skandinavíu. Við værum því að fá hlýtt loft frá Vestur Evrópu.

Að sögn Haraldar mun blíðan haldast hér eitthvað áfram og er hlýindum spáð vel fram eftir næstu viku.

Einhver rigning verður í kvöld eða í nótt en ætti að vera yfirstaðin í fyrramálið. Sömuleiðis er spáð skúrum öðru hvoru næstu daga.

„Við eigum líka eftir að sjá eitthvað til sólar, mér sýnist hún muni rýfa af sér skýin á morgun og brosa eitthvað framan í okkur,“ sagði Haraldur.(mbl.is)

Hvarvetna mátt sjá fólk

 í dag njóta góða veðursins.Það var bros á hverju andliti. Veðrið hefur vissulega mikil og góð áhrif. Þessi heitasti dagur sumarsins var vissulega kærkominn Reykvíkingum.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Heitasti dagur ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband