Sunnudagur, 27. júlí 2008
Obama vill styrkja tengslin við Bretland
Barack Obama, verðandi forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, vill styrkja enn frekar tengsl Breta og Bandaríkjamanna til að þjóðirnar geti tekist saman á við ýmis vandamál sem að steðja. Obama hitti forsætisráðherra Breta í dag í Lundúnum.
Bretland var síðasti áfanginn á ferð Baracks Obama til Austurlanda nær og Evrópu. Hann hitti Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi friðarsamningamann, snemma í morgun, áður en hann hélt til fundar við Gordon Brown, forsætisráðherra. Þeir ræddust við í tvær klukkustundir og fengu sér gönguferð saman í góða veðrinu áður en Obama greindi fréttamönnum frá viðræðum þeirra. Forsetaframbjóðandinn verðandi þakkaði Bretum fyrir samvinnuna við Bandaríkjamenn í Írak og Afganistan. Hann kvaðst vera þeirrar skoðunar að Bretar og Bandaríkjamenn ættu að styrkja tengsl sín enn frekar til að takast saman á við ýmis vandamál sem, sem að steðjuðu og ein þjóð gæti ekki leyst upp á eigin spýtur, svo sem afleiðingar loftslagsbreytinga, baráttan við hryðjuverkamenn og erfiðleikana á fjármálamarkaði.
Barack Obama bætti því við að Gordon Brown væri sama sinnis um að styrkja tengslin enn frekar. Enda hefðu þjóðirnar barist saman í tveimur heimsstyrjöldum, töluðu sama tungumálið og hefðu sömu skoðun á lögum og reglum. Auk þess að ræða við Tony Blair og Gordon Brown hitti Barack Obama David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins. Þeir ræddust við í tæpa klukkustund í húsakynnum neðri málsstofunnar í breska þinginu. Viðræður þeirra snerust einkum um Íran, Írak og efnahagsmálin. Í Evrópuferðinni kom Barack Obama við í Berlín, þar sem fjöldi fólks safnaðist saman til að hlýða á hann. Þá ræddi hann við Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta í París. Ferð forsetaframbjóðandans tilvonandi þykir hafa heppnast vel. Nýjustu skoðanakannanir í Bandaríkjunum sýna að hann hefur eins til sex prósentustiga forskot á John McCain, hinn verðandi forsetaframbjóðanda Repúblíkanaflokksins.
Menn binda miklar vonir við Obama ef hann verður forseti Bandarikjanna,að hann bæti tengslin við Bretland og Evrópu.Tengslin við Evrópu hafa verið veik í forsetatið Bush.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.