Verkfall í vinnuskólanum

Leiðbeinendur í Vinnuskóla Reykjavíkur eru mjög óánægðir með laun sín, telja starf sitt metið í of lágan launaflokk og ætla því að leggja niður störf á hádegi á morgun. Á meðan á vinnustöðvuninni stendur munu leiðbeinendurnir funda og afhenda kröfur sínar í Ráðhúsinu klukkan 14.

Þeir telja ekki rétt að miða störf þeirra við frístundaleiðbeinendur sex til nú ára barna. Þeir ættu heldur að vera í sama launaflokki og ófaglærðir frístundaleiðbeinendur unglinga. Þeir vilja meðal annars launaleiðréttingu fyrir allt sumarið, að starfsmat fari fram og að leiðbeinendur vinnuskólans fái trúnaðarmann.

Mér virðast kröfur leiðbeinendanna vera sanngjarnar.Starfsemi Vinnuskólans er mjög mikilvæg.Þetta er mjög líkt starfi kennara enda hafa oftast valist kennarar  í þessi   störf.Vonandi  leysist kjaradeilan.

 

Björgvin Guðmundssoni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband