Sunnudagur, 27. júlí 2008
Jafnrétti milli karla og kvenna
Fyrir kosningarnar 2007 lagði Samfylkingin fram skýra og metnaðarfulla
stefnu í jafnréttismálum.Þar sagði svo m.a:
Kynjajafnrétti og kvenfrelsi eru ein af grunnstoðum jafnaðarstefnunnar. Samfylkingin lýsir yfir skýrum pólitískum vilja til að koma á fullu jafnrétti milli karla og kvenna og fela forsætisráðuneytinu ábyrgð á að fylgja henni eftir. Samfylkingin vill:
- Að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi í baráttunni við kynbundinn launamun með því að minnka hann um helming á næsta kjörtímabili. Markmiðið verður að útrýma honum að fullu.
- Afnema launaleynd og veita Jafnréttisstofu heimildir til að rannsaka og afla gagna sé grunur um að jafnréttislög séu brotin.
Samfylkingin hefur unnið vel í þessum málaflokki og sett hafa verið ný lög um jafnrétti. Nú er aðalatriðið að framfylgja þessum lögum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.