Sunnudagur, 27. júlí 2008
Voru það mistök að fara í þessa ríkisstjórn?
Margir Alþýðuflokksmenn sjá viðreisnina,ríkisstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokks í hillingum og telja hana hafa verið draumastjórn.Þessir Alþýðuflokksmenn voru ánægðir þegar Jón Baldvin myndaði stjórn með Davíð og þeir glöddust þegar Ingibjörg Sólrún myndaði stjórn með Geir Haarde.En það er ekki alltaf unnt að endurtaka liðna atburði og aðstæður breytast.
Þegar Alþýðuflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 1959 hafði flokkurinn áður tekið þátt í mörgum ríkisstjórnum,þar á meðal félagshyggjustjórnum. Alþýðuflokkurinn og Framsókn mynduðu stjórn hinna vinnandi stétta 1934 og Alþýðuflokkurinn átti forsætisráðherra í ríkisstjórn,sem flokkurinn myndaði 1947,Stefaníu.Gamla Alþýðflokknum hefði aldrei dottið í hug að byrja á því að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum einum. Alþýðuflokkurinn varð til sem hinn stjórnmálalegi armur verkalýðshreyfingarinnar.Alþýðuflokkurinn var alltaf fyrst og fremst verkalýðsflokkur.Það var mjög óheppilegt,að Samfylkingin skyldi byrja á því að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisfokkinn.Hún hefði þurft að byrja á því að ganga inn í félagshyggjustjórn.Þessi stjórnarmyndun var stílbrot. Meiningin var 2003 að stefna að félagshyggjustjórn og það hefði áfram átt að vera markmiðið.Ef vikið var frá því þurftu að vera mjög sterk rök fyrir því og einhver stór stefnumál jafnaðarmanna að nást fram.Mér virðist,að forusta Samfylkingarinnar hafi ekki samið nógu vel við Sjálfstæðisflokkinn ,þegar stjórnin var mynduð,Samfylkingin tryggði ekki framgang nægilega margra og mikilvægra mála. Og það sem samið var um á velferðarsviðinu er of loðið.Þess vegna gengur illa að fá fram endurbætur í þágu aldraðra og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.