Sunnudagur, 27. júlí 2008
Félagshyggjumenn geta lyft Grettistaki
"Eitt besta framtak félagshyggjumanna var framboð R-listans í Reykjavík undir forustu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.R-listinn náði frábærum árangri og sigraði Sjálfstæðisflokkinn í þrennum kosningum.Framboð og árangur R-listans í Reykjavík sýndi hvað félagshyggjumenn geta gert með góðu samstarfi og þegar vel er að verki staðið .Er ekki unnt að efna til slíks samstarfs um landsstjórnina? Jú vissulega. Það er unnt að efna til nokkurs konar " R- lista" samstarfs um ríkisstjórn landsins.Ég tel , að " R- lista" ríkisstjórn sé æskilegasta ríkisstjórnin eins og staðan er nú.Samfylking, Vinstri græn og Framsókn ættu nú að taka höndum saman um stjórn landsins.Það yrði nokkurs konar " R-lista " samstarf."
Framanritað skrifaði ég á heimasíðu mína 14.mai 2007.Þá voru ef til vill ekki margir á þessari línu en ég hygg,að fleiri séu á henni í dag.Frjálslyndi fkikkurinn hefði einnig getað tekið þátt í slíku stjórnarsamstarfi miðað við þá stefnu ,sem flokkurinn hafði í velferðarmálum fyrir kosningar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við félagshyggjufólk eigum að bjóða fram saman og hætta þessari græðgi í stólana. Um og yfir 60% þjóðarinnar eru félagshyggjufólk og ef við myndum bjóða fram saman þá ætti frjálshyggjumenn Sjálfstæðisflokksins ekki séns.
Valsól (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 17:12
Tek undir þetta. Til andsk..... með núverandi stjórn. Það var félagshyggjufólki, niðurlæging að Samfylkingin skyldi nota fyrstu innkomu sína í ríkisstjórn til að framlengja, þá þegar alltof langa stjórnarsetu frjálshyggjunnar. Burt með íhaldið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2008 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.