Sunnudagur, 27. júlí 2008
Brown fer ekki frá
Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar segja að ekkert sé hæft í fréttum helgarinnar um að þeir hyggist koma Gordon Brown forsætisráðherra frá völdum. Jack Straw dómsmálaráðherra er sagður vera líklegasti arftaki hans. Straw kveðst engan áhuga hafa á starfinu.
Vangaveltur um framtíð Gordons Browns á forsætisráðherrastóli hafa sífellt aukist í breskum fjölmiðlum frá því að Verkamannaflokkurinn tapaði þingsæti sínu í Glasgow í aukakosningum á dögunum. Þær hafa náð hámarki í gær og í dag. Flest dagblöðin eru á því að Jack Straw dómsmálaráðherra verði næsti forsætisráðherra Bretlands. Sunday Times segir í dag að George Howarth, vinur Straws og fyrrverandi innanríkisráðherra, vinni að því að afla hugmyndinni stuðnings innan Verkamannaflokksins.
Ég hefi ekki trú á þvi,að Brown fari frá þó aukakosningar hafi tapast og skoðanakannanir séu óhagstæðar honum. Flokkurinn mun standa á bak við leiðtoga sinn og reyna að rétta fylgið af. Kosningar verða ekki fyrr en 2010.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.